Myndaniðurstaða fyrir puzzle

Hvað er sálræn meðferð?  

Sálræn meðferð er persónuleg vinna með tilfinningar, skynjanir, hugsun, líkamsvitund og hegðun undir leiðsögn fagaðila. Mismunandi er eftir fagaðila á hvaða af þessum þáttum er lögð mest áhersla, en það fer einkum eftir því hvaða meðferðarstefnu(m) viðkomandi vinnur eftir. Algengasta formið er samtal (samtalsmeðferð) en inn í það getur verið blandað öðrum þáttum eins og verkefnum, æfingum, hugleiðslu eða sérstakri tækni eins og EMDR. Sálræn meðferð fer fram innan trausts siðferðilegs ramma og í krafti meðferðarsambands meðferðaraðila og skjólstæðings, ávallt með velferð skjólstæðingsins að leiðarljósi. Sálræn meðferð er ferðalag, stutt eða langt eftir eðli vandans, fjárráðum og vilja þar sem báðir aðilar eru virkir, ábyrgir þátttakendur.

Grein: Meðferðarsambandið; hvernig það getur breytt upplifun manns af sjálfum sér og heiminum.

Grein:  Hér er ágæt hugleiðing um ranghugmyndir um sálræna meðferð.

Grein: Atriði til að hafa í huga við val á meðferðaraðila.

Sálræn meðferð er fyrir þá

Myndaniðurstaða fyrir caring

sem leita lausnar við vanlíðan eða vandamálum sem þeir upplifa í daglegu lífi vegna núverandi aðstæðna / atburða eða frá fortríðardraugum.  Hún er líka fyrir þá sem vilja efla sig og þroska og eignast betra samband við sjálfa sig og aðra.

Grein:   Hér eru ráð um að fá sem mest út úr meðferð.

Grein:   Um uppbyggilegt hugarfar við sjálfsskoðun.

Grein:  Að flysja laukinn – að vera í meðferð.

Skimanir:  Skimun fyrir sálrænum vandamálum er EKKI greining heldur hugmynd um hvort gott gæti verið að leita hjálpar hjá fagaðila um meðferð eða frekari greiningu. Skimanir gefa hugmynd um hvort þú gætir þjáðst af vissum viðurkenndum sál-/geðrænum vandamálum.  Íslenski sálfræðivefurinn persona.is er með skimanir sem hægt er að máta við sig.

Myndaniðurstaða fyrir question mark picture

Er sálræn meðferð eitthvað fyrir þig?

Finnst þér það sem þú ert að kljást við ekki svo alvarlegt  að þú eigir ekki að þurfa aðstoð fagaðila? Finnst þér þú eigir að geta leyst þetta sjálf/-ur eða með aðstoð þinna nánustu? Hafa aðrir það svo miklu verr en þú?  Svar mitt við svona vangaveltum er að það sem plagar þig plagar þig. Það sem þú upplifir er satt fyrir þig. Fólk getur upplifað sama áreiti á mismunandi hátt. Það er þín upplifun sem skiptir máli fyrir þig. Svo má líka alveg leita aðstoðar áður en vandi verður mjög stór. Það er ekki víst að að manns nánustu séu í stakk búnir til að veita aðstoð og eins geta erfiðleikarnir verið of tengdir þeim. Kannski ertu meira að hugsa um ráðgjöf en meðferð. Sumir gera ekki greinarmun á þessu en minn skilningur er að ráðgjöf sé styttri og þar séu meira gefin ráð við afmörkuðum vanda en í meðferð sé unnið dýpra, meira með kjarnann í  manneskjunni.

Grein:  Fordómar, að skammast sín fyrir að vera í meðferð.