Umgjörðin

Ég get ekki tekið við nýjum skjólstæðingum eins og stendur.

Ég starfa á sálfræðistofunni Þórunnartúni 6, 3.hæð, 105 Reykjavík og býð einnig fjarmeðferð í gegnum Zoom. Tíminn er 60 mínútur einu sinni í viku eða sjaldnar í þann tíma sem fólk hefur þörf fyrir og efni á. Verð fyrir tímann eru 22.000 krónur, búast má við hækkunum 1.september ár hvert, næst 2024.  Ég starfa á íslensku og ensku. Mörg stéttarfélög styrkja félagsmenn sína fyrir tíma hjá mér en upplýsingar um það eru á vefsíðum stéttarfélaga. Ég bið skjólstæðinga mína að  samþykkja þessa umgjörð um vinnu okkar. Þar eru líka upplýsingar um bráðaþjónustu.

Ég starfa eftir siðareglum Félags sálmeðferðarfræðinga á Íslandi (SALM) sem byggja reglum Evrópusamtaka sálmeðferðarfræðinga (EAP) og er sem hjúkrunarfræðingur auk þess  bundin af lögum um íslenska heilbrigðisstarfsmenn og siðareglum íslenskra hjúkrunarfræðinga. Sálmeðferðarfræðingar (Psychotherapist) er ekki viðurkennd heilbrigðisfagstétt á Íslandi þó þeir séu það í  nær öllum öðrum vestrænum ríkjum. Starfsemi mín er skráð hjá Landlæknisembættinu. Ég sæki reglulega handleiðslu, eigin meðferð og símenntun en allt er þetta mikilvæg gæðastýring.

 

Vandi sem ég vinn meðMyndaniðurstaða fyrir compassion

Ég vinn með fullorðnum einstaklingum við lausn frá sálrænni vanlíðan. Allir hlutar persónuleika skjólstæðinga minna eru velkomnir og mæta skilningi og hlýju og geta fengið hjálp. Ég mæti skjólstæðingum mínum á þeirra dimmu stöðum þar sem ótti, skömm, reiði, vonleysi og aðrir erfiðir og jafnvel óþokkaðir partar búa.

Ég er sérhæfð í að hjálpa fólki að vinna úr þeirri byrði sem áföll, ofbeldi, vanræksla og tengslaskaði í æsku eða síðar á lífsleiðinni valda. Allur sá vandi sem ég tala um hér á eftir getur stafað af slíku.

Gagnrýnin sjálfsmynd – lágt sjálfsmat veldur ýmis konar vanlíðan og getur hamlað því að hæfileikar okkar njóta sín og að við tengjumst öðrum á nærandi hátt. Það að upplifa sig ekki séða/n, heyrða/n, samþykkta/n, elskaða/n, örugga/n og studda/n í æsku eða í  samböndum, hefur djúp áhrif á sjálfsmyndina. Einhvers staðar getum við hafa lært að þarfir og líðan annarra séu mikilvægari en okkar. Lágt sjálfsmat birtist á ýmsan hátt, t.d. með kvíða, þunglyndi, reiði, skömm, mikilmennsku, stjórnsemi, undanlátssemi, félagskvíða, tómleika, einmanaleika, höfnunartilfinningu og sektarkennd.

Fíknir geta verið birtingarmyndin af viðbrögðum okkar við ofangreindri vanlíðan, þar sem einstaklingur reynir að deyfa sig fyrir því að finna til. Ég vinn með undirliggjandi þætti fíkna og meðvirkni. 

Sumir koma vegna tilvistarvanda og leita leiðsagnar við að finna út hvað þeir vilja í lífinu og til að skilja sjálfa sig betur. Sumir koma vegna vanlíðan sem þeir vita ekki alveg hvað er eða hvaðan kemur, vanlíðan sem truflar líf þeirra. Ég hjálpa líka fólki við úrvinnslu á langvinnri sorg, veikindum, slysum og vegna erfiðleika í samböndum. 

 

Hvernig ég vinnDialogue by Nancy Schon.

Meðferð hjá mér er sérhæfð samtalsmeðferð (partameðferð), IFS, Internal Family System Therapy en ég tek einnig mið af tilfinningamiðaðri meðferð (EFT) og nota stundum EMDR.  Allt eru þetta gagnreynd meðferðarform. Tengslakenningin er einn af hornsteinum hugmyndafræði minnar og ég aðhyllist hugmyndir Gabor Maté, Bessel van der Kolk og Janine Fisher og nota þætti úr jákvæðri sálfræði, Gestalt og taugasálfræði. 

Ég styrki vitund og samband skjólstæðinga minna  við sjálfa sig og aðra. Ég geri það í gegnum innri vinnu með tilfinningar en í tengslum við hugsanir, hegðun og líkamlega upplifun. Ég vinn með það sem er að gerast í núinu í tengslum við fortíðina ef hún truflar lífið dag.  Ég byggi á traustum meðferðarramma þar sem báðir aðilar eru virkir þátttakendur, bera ábyrgð, hafa þekkingu og reynslu. Ég hjálpa fólki við að verða sinn eigin besti vinur. Innri tengsl, tengslin við sig sjálfa/n eru ekki síður mikilvæg en tengsl við annað fólk. Sjálfssamþykki, hlýja, von og forvitni vil ég að taki við af skömm og sjálfsgagnrýni, bælingu og vonleysi. 

Ég kenni hvernig hægt er að bæta líðan með ástund á milli tíma með öndun, hugleiðslu og uppbyggilegum innri samskiptum. Það er alveg sama með vöðvaþjálfun og innri vinnu; bæði þarfnast æfinga reglulega til þess að maður geti tekist á við þyngd þegar á reynir.  Á þessari síðu eru tillögur að innri ástundun (Sjálfsvinna) og fræðsluefni (Fræðsla). Ég hvet skjólstæðinga mína auk þess til útiveru í náttúrunni, rannsóknir hafa staðfest gildi þess fyrir sálræna líðan.

 

Meira um mín meðferðarform

Innri fjölskyldan, partar – IFS    Internal Family System TherapyA Few Lessons Leaders Can Learn From The Movie Inside Out | by Sandeep Kashyap | Medium

er mitt megin meðferðarform. Hér er 5 mín. kynningarmyndband fyrir þá sem aldrei hafa heyrt um IFS og hér er 11 mín. kynning með öðruvísi fókus frá upphafsmanninum, Richard Schwartz.  Mikið af sálrænni vanlíðan á rætur að rekja til áfalla í hinum víðara skilningi; bæði viðvarandi ófullnægjandi meiðandi lífsaðstæðum og skilaboðum og því sem fólk almennt flokkar sem áföll, stakan atburð.  IFS er í grunninn heildstæð gagnreynd áfallameðferð sem beinist að heilun stríðandi hluta persónuleikans, sem bæði geyma sársauka og gæta þess að við finnum sem minnst af honum. Þeim er hjálpað svo okkar kjarni (“Sjálfið”) geti notið sín og orðið (aftur) okkar innri leiðtogi og heilari. Skjólstæðingar mínir læra að verða sínir eigin heilarar, að lifa í innri sátt. Hér skýrir upphafsmaður IFS, Richard Schwartz, þessa nálgun og sýnir IFS vinnu og hér er ítarlegt viðtal við hann um IFS. Gabor Maté og Bessel van der Kolk sem eru meðal leiðtoga nútíma áfallameðferða, mæla með IFS. Ný rannsókn á gagnsemi við áfallastreituröskun sýndi mikinn árangur og önnur um árangur við internet ánetjunIFS Foundation for Self Leadership er sjálfstæði stofnun sem vinnur að uppbyggingu gagnreyndar þekkingar á gagnsemi IFS.

 

Tilfinningamiðaðuð meðferð – EFT   Emotion Focused TherapyImage result for emotion focused therapy

vinnur að umbreytingu tilfinninga í  gegnum það að leyfa sér að finna og samþykkja tilfinningar sínar í stað þess að loka á og flýja þær, skammast sín fyrir og óttast þær.  Svona skilgreina alþjóðasamtökin IsEFT,  í stuttu máli sem “umbreytingu tilfinninga með tilfinningum” og hér skýrir Leslie Greenberg meðferðina.

 

EMDR    Eye Movement Desensitization and ReprocessingHow EMDR Therapy can Resolve Trauma

Ég nota þessa áfallaúrvinnslu stöku sinnum. Þar vinn ég með ákveðin áföll. Unnið er með augnhreyfingum, þetta er ekki samtalsmeðferð. Kati Morton skýrir hér út meðferðina.