Tengd myndGreinar (efst) og  bækur (neðst)

Efni fyrir almenning

 

Mynd frá Attachment & Trauma Network (ATN).

Langtíma áhrif æskuáfalla í urn.

Einföld lýsing á áhrifum vanrækslu áfalls eða tilfinningalegum missi í æsku. Breytingin sem verður á barninu, tiflinningum og hugmyndum um heiminn lifir með því á fullorðinsárum. Úr smiðju Gabor Maté.

 

 

 

 

Hvernig birtan frá snjallsímum okkar tefur það að við sofnum.

Stutt hnitmiðað myndband frá Prof Dan Siegel, einum virtasta taugalíffræðingi á sviði mannlegra tengsla.

Hvernig líf okkar getur takmarkast ef við forðumst áhættu í ákvörðunum.

Örstuttur hnitmiðaður pistill.

Failure is an Event Not a Person

You only know if your decision was good or bad in hindsight.

Posted by Jay Shetty on Laugardagur, 10. nóvember 2018

Árþúsund kynslóðin (fædd um 1984): hvað mótaði þau og hvers vegna mörgum líður illa.

Hér talar Simon Sinek af innsæi og þekkingu um þeirra erfiðleika. Þætti eins og erfiðleika við að mynda djúp tengsl/sambönd, vinna að markmiði með þolinmæði og þrautseigju, að finnast manni eiga rétt á, erfiðleika við að takast á við (samskipta) álag og notkun dopamine losandi aðferða til  að takast á við stress og aðra vanlíðan. Vel meintar uppeldisaðferðir hafa reynst þeim illa við að höndla lífið og hamingjuna.

This Is Why You Don't Succeed – Simon Sinek on The Millennial Generation

Simon Sinek explains what's missing with the Millennial generation, with Tom Bilyeu

Posted by Fearless Motivation on Sunnudagur, 14. október 2018

Meðferðarsambandið sjálft er mikilvægur hluti af meðferð 

Myndaniðurstaða fyrir connectionMeðferðarsambandið getur verið bæði bein aðferð og sá faðmur sem meðferð hvílir í. Meðferðaraðilar og meðferðarstefnur leggja þó mismikla áherslu á sambandið. Tengslavandi er tilfinningaleg vanlíðan sem veldur erfiðleikum í samskiptum og nánum tengslum og skaðlegu áliti / hugsunum til manns sjálfs og annarra.  Hún er sprottin af meiðandi hegðun mikilvægra aðila í  lífi manns, hegðun sem hamlar þroska taugakerfis ungs barns vegna þess að tilfinningalegum þörfum þess var ekki mætt.  Barn / fullorðinn einstaklingur hefur lært að bæla tilfinningar sínar og þarfir og býst við neikvæðum viðbrögðum umhverfisins gagnvart sér og tilfinningum sínum.  Þunglyndi, kvíði, félagskvíði, meðvirkni,skömm eru dæmi um afleiðingar. Markvisst meðferðarsamband getur endurþjálfað taugakerfið (limbic hluta) til uppbyggilegrar sjálfsupplifunar.  Hér er góð grein sem skýrir þetta nánar.

Sjálfsvinsemd dregur úr þunglyndi og kvíðaMyndaniðurstaða fyrir slef compassion

Hér er örstutt myndband þar sem Christopher Germer opnar umræðu um hvernig sjálfsvinsemd (self-compassion) dregur úr þunglyndi og kvíða. Í vinnu minni legg ég áherslu á iðkun sjálfsvinsemdar bæði sem hugleiðslu og daglegs viðhorfs og innri samskipta við sjálfan sig. Ég vinn samhliða í því að minnka sjálfsgagrýni.

Árangursrík aðferð við að hætta að gagnrýna sjálfa(n) þig.

Stutt teikMyndaniðurstaða fyrir inner criticnimynd sem sýnir á einfaldan hátt hvernig ég vinn með innri gagnrýnanda skjólstæðings. Innri gagnrýni getur verið svo inngróin að þú tekur ekki eftir henni, finnst hún bara eðlilega, vera “þú”. En, nei þú ERT ekki þín innri gagnrýnisrödd, hún er ekki eðlislæg, hún hefur myndast á lífsskeiði þínu við áfall og/eða fjandsamlega hegðun annarra gagnvart þér.  Tilfinningamiðuð meðferð sú sem ég m.a. vinn eftir notar svo kallaða stólameðferð til að bregða birtu á gagnrýnandann og fá hann til samvinnu. Slíkt innra niðurbrot er hluti af þunglyndi og kvíða,einkum félagskvíða. Hér er góð bók um hinar ýmsu birtingarmyndir innri gagnrýni: Embracing your inner critic: turning self-criticism into a creative asset eftir Hal Stone og Sidra Stone.  Og hérna er góð grein: Inner Critic: Eftir Sharon Good.

Hvernig við sjálf takmörkum okkur – með innri gagnrýni.

Stutt áhrifamikið myndband um konu sem braust úr eigin viðjum en það er gotMyndaniðurstaða fyrir yoga fat ladydæmi um það hve sjálfstal okkar hefur mikil áhrif á líðan okkar og líf okkar. Talið getur verið upphátt, eða í hljóði (algengara) og er svo djúpur hluti af okkur að við tökum ekki eftir því og trúum því sem hinum eina sannleika. Ef það er neikvætt brjótum við sjálf okkur niður. Stundum getur þetta jafnvel skoðast sem innra ofbeldi sem við myndum aldrei samþykkja frá öðrum né tala þannig við aðra. En gerum það við okkur sjálf. Þetta er eitt af því sem ég vinn með og geri það með því að skoða hvaðan þetta kemur, hjálpa fólki að samþykkja sjálft sig eins og það er, mæta þessari rödd og mótmæla, styrkja aðra hluta sjálfsins, gefa þeim meiri rödd og vinna með hina ótalmörgu styrkleika viðkomandi sem þessi rödd gerir lítið úr.

Hvernig var dagurinn þinn?

Myndaniðurstaða fyrir irritated kidBörn lifa í núinu og geta upplifað þessa spurningu sem pirrandi og óþarfa. Mér finnst Kristen hafa gert vel í að tengjast börnum sínum með þessari mikilvægu lífsreynsludeilingu sem svona spurning er – eða getur verið. Hér er reynsla hennar. Margir foreldrar hafa náð betri tengslum við börnin sín eftir eigin meðferð hjá mér. Betri tengsl sem hafa valdið því að börnunum líður  betur.

OfMyndaniðurstaða fyrir neurologybeldi í æsku hefur áhrif á þroskun taugakerfis einstaklings

Nýleg rannsókn sýndi “hversu afgerandi og áþreifanleg áhrif ofbeldi getur haft á óþroskaðar sálir. Ofbeldi, af hvaða tagi sem það er, er ekki bara eitthvað sem börn gleyma eða þurfa að jafna sig á. Það getur raunverulega breytt því hvernig efnaskipti eiga sér stað í heilanum. Ofangreind rannsókn er líklega sú fyrsta til að sýna fram á þetta.” Umfjöllun um rannsóknina er í Hvatinn, 26.09.17. Rannsóknir sýna líka að hægt er að bæta fyrir slíkan skaða með sálrænni meðferð. Slík meðferð er hluti af minni sérhæfingu.

 

 

Ekki gefast upp myndband.

Þessir litlu andarungar komust allir í öryggið, á leiðarenda. Einn varMyndaniðurstaða fyrir ducklingsmjög fljótur, einn var lang síðastur, flestir komust upp á svipuðum tíma. Þannig erum við mannfólkið líka. Við erum mis hröð, með mis mikinn kraft.  Úrvinnsla á erfiðri æsku, atburðum og heilsu  er einstaklingsbundið ferli sem við förum mishratt í gegnum. Sumir þurfa meiri aðstoð og meðferð en aðrir bæði vegna þess að við erum misjöfn að gerð, höfum mismunandi reynslu og fengum mis sterkan grunn í genum okkar og atlæti fyrstu árin. Ekki gefast upp í leit þinni að betri líðan, að betra lífi. Leiðin þangað er ekki alltaf stutt og auðveld. Ég vinn með þér á þeim hraða og dýpt sem þér hentar.

Sjálfsdýrkun – vanlíðan.

Mikið hefur verið lagt upp úr því að efla jákvætt sjálfsmat ungmenna undanfarna áratugi. Dr. Kristín Neff veltir því fyrir sér hvort það hafi farið úr böndunum, sé orðið að sjálfsdýrkandi faraldri og vitnar þar í 20 ára langtíma samanburð á ungmennum (Jean M. Twenge, Generation Me). Í Myndaniðurstaða fyrir narcissisticmeðferðarvinnu minni er mér ljóst hve hátt sjálfsálit getur valdið mikilli vanlíðan auk þess sem lágt sjálfsmat getur dulist undir því. Þeim sem finnst þeir vera eða eiga að vera betri en aðrir lenda oft í mikilli vanlíðan þegar þeir standast ekki sínar háleitu ofurkröfur. Sem alltaf gerist á einhvern hátt, einhvern tímann. Fallið er hátt úr því að vera bestir, stórkostlegir í að vera ömurlegir, í ruslflokki. Það er enginn staður þarna á milli í þeirra huga heldur bara allt eða ekkert. Líf / sjálfsmat í gráa massanum á milli, þar sem flestir jarðarbúar lifa, er ekki í boði í þeirra huga.  Upplifun af sjálfum sér sem einskis virði er ávísun á óöryggi, kvíða og þunglyndi sem nært er af innri sjálfsgagnrýni, jafnvel hatri og fyrirlitningu og getur leitt til mjög erfiðrar tilvistarkrísu. Að temja sér sjálfshlýju / sjálfsvinsemd  / sjálfssamþykki er virk leið út úr slíkum vanda, en slíkt viðhorf til sjálfs sín er mörgum framandi frá unga aldri enda ekki hátt skrifað í okkar menningu heldur oft dæmt sem aumingjaskapur, sjálfsvorkunn og linkind. Þó samfélag okkar næri sjálfsdýrkun þá á slíkt oft dýpri rætur í æsku, í fjölskyldum. Hluti af minni meðferð er að hjálpa fólki að vinda ofan af þessum misskilningi og með því öðlast lífvænlegra meira nærandi samband við sjálfa sig og aðra. Bókin Humanizing the Narcisstic style eftir Stephen Johnson  fjallar um sjálfsdýrkun á faglegan, hlýjan og skilningsríkan hátt. 

Að vera innan um tré / gróður.Myndaniðurstaða fyrir heiðmörk

lækkar blóðþrýsting, bætir ónæmiskerfið, eflir hjartað, minnkar depurð og stress.  Frá heilbrigðisráðuneyti Japan.   Fyrst er texti en fyrir þá óþolinmóðu er örstutt myndband með samantekt neðst á síðunni.

Fíknir.

Myndaniðurstaða fyrir addiction

r er gott hnitmiðað 3ja mínútna myndband úr  smiðju Gabor Maté  um eðli fíkna, uppruna í sársauka, áhrif samfélagsins og leiðir til bata.

 

 

Mótþrói og reiði barna: kvíði sem vanmetin orsök.

Hér erMyndaniðurstaða fyrir child angry  góð grein um hve margvísleg birtingarmynd almenns kvíða og félagskvíða er hjá börnum. Mikill kvíði getur verið orsök hegðunarvanda barna sem birtist sem reiði og árásargirni. Kvíðin börn eru ekki alltaf lítil í sér, fela sig. Þau eiga erfitt með að tjá það, getur skort orð og skilning á vanlíðan sinni.

 

 

Um eðli og orsök fíkna.

Stutt skýrt myndband með Gabor Maté þar sem hann tengir tengslaskaðimages (1)a (einkum í æsku) og þann sársauka sem honum fylgir við fíknir. Sálræn vinna með slíkan undirliggjandi sársauka er eitt af því sem ég vinn með í meðferð. Bók hans “In the realm of hungry ghosts: close encounters with addictions” fjallar um fíknir. Hann skrifar líka um streitu og ADHD (The Power of Addiction and The Addiction of Power: Gabor Maté at TEDxRio+20)

Gerðu tilfinningar þínar að vini þínum – líka þær erfiðu.

Stutt ghow to stop emotions from controlling your lifeóð grein um mikilvægi þess að leyfa sér að finna og vinna úr tilfinningum sínum í stað þess að loka á þær og deyfa t.d. fyrir framan sjónvarpið, tölvuna, með áfengi og mat eða halda sér stöðugt uppteknum. Slík nálgun er mikilvæg í minni meðferðarvinnu. Óþægilegar tilfinningar fara nefnilega ekki neitt heldur geymast í líkamanum á ýmsan hátt því líkaminn er að gefa okkur mikilvæg skilaboð sem hann vill ekki eyða fyrr en við höfum móttekið þau. Hin bældu form geta birst á ýmsan hátt. Tilfinningar eru ekki hættulegar. Leyfðu þér að finna. Í greininni eru góðar leiðbeiningar.

 

Hvernig barni með ADHD getur liðið.Myndaniðurstaða fyrir child adhd

Gott myndband þar sem tvö 6 ára börn svara sömu spurningum. Annað er með ADHD. Skýr munur er á því hvernig þeim líður. Er hægt annað en að finna til með ADHD barninu?  Það myndi hjálpa ADHD barni sem verður á vegi þínum ef þú gætir kallað fram hluttekningu í stað þess að verða pirraður/pirruð út í barnið.  Fleiri fræðslumyndbönd eru á Youtube. Á Íslandi er ADHD félag sem veitir m.a. fræðslu og leiðsögn.  Á bókalistanum neðst á síðunni eru 2 bækur sem ég mæli með.

Er mikill sársauki að stýra hegðunarerfiðleikum barnsins? Óunnin áföll?

Hér er góð lesMyndaniðurstaða fyrir child painning (Jane Evans) fyrir t.d. foreldra og kennara um mögulega undirrót hegðunarerfiðleika barna sem hafa orðið fyrir vanrækslu eða öðru ofbeldi í æsku – að meðtöldum fyrstu 2 árunum. Áður en vitrænt minni (“minni”) myndast, geymir líkaminn reynslu sem birtist m.a. sem óskiljanleg tilfinningaleg vanlíðan og þörf sem brýst út í hegðun. Skilningur á þessu getur hjálpað fullorðnum að bregðast við á heilandi hátt fyrir barnið.  Tilfinningaleg vanræksla er form af andlegu ofbeldi og á sér líka stað á heimilum sem virðast til fyrirmyndar, líta vel út utan frá. Sálræn meðferð, jafnvel á fullorðinsárum, getur hjálpað við úrvinnslu slíkra áfalla.  Ég býðu slíka meðferð með góðum árangri.

Að tengjast, tjá þarfir sínar og vera saman í nánd.   Ómótstæðilegt stutt myndband….Myndaniðurstaða fyrir two cats together

Göngutúr í náttúru minnkar neikvæðar hugsanir.

Hér er gerð grein fyrir rannsókn með samanburðarhópi þar sem helmingur þátttakenda gekk um náttúru og helmingur gekk um götur í 90 mínútur.  Neikvæðar hugsanir minnkuðMyndaniðurstaða fyrir ganga öskjuhlíðu aðeins hjá náttúruhópnum. Í Reykjavík eru nokkrir gróðurmiklir náttúrustaðir fyrir léttar göngur eins Öskjuhlíð og Elliðaárdalur og svo Heiðmörk aðeins lengra. Í Hafnarfirði er Hvaleyrarvatn og Vífilstaðasvæðið.  Með reglulegum göngum getum við  bætt geðheilsu okkar og líðan. Smá saman er hægt að auka álagið ef maður vill og fara a litlu fellin í Mosfellsbæ, Úlfarsfell og Helgafell í Hafnarfirði. Esjan býður svo þeirra sem ekki geta hætt …. Göngur geta líka bætt geðheilsuna í gegnum styrkingu á félagslegum tengslum ef við göngum með hópi eða vini. Smá ganga getur því gert mikið fyrir sálræna, félagslega og líkamlega líðan. Er kannski einhver vinur/vinkona þín sem vantar þig sem göngufélaga?

Tengslaskortur (áföll) í æsku

Góður pistill frá Sæunni Kjartansdóttur, “Blaður um áföll”.  Tengslaáföll úr barnæsku, einkum fyrstu 2 árin, virðast mér vanmetin. Skaðleg áhrif þeirra á lífið og þáttur þeirra í vanlíðan og geðröskunum virðist mér vera treglega skilinn, jafnvel í sálræna geiranum. Þetta eru hin földu áföll sem eru / voru  því miður hluti af daglegu lífi sumra barna og skapa niðurbrjótandi sjálfsmynd sem hamlar fólki í að njóta hæfileika sinna og þess sem lífið býður upp á. Það er hægt að vinna með þessi áföll og afleiðingar þeirra og er sú vinna oftast eflandi og djúpstæð.

Hreinskilni og skömm gagnvart meðferðaraðila.

Rannsókn (Blanchard og Falber, 2015) með 547 einstaklingum í meðferð sýndi að 92% höfðu einhvern tímann sagt ósatt, einkum um lyfjanotkun, sjálfsmorðshugsanir og afbrot sem þeir höfðu framið. Einnig höfðu þeir gert lítið úr vanlíðan sinni. Ástæður þessa voru einkum skömm og ótti við að vera lagður inn á geðdeild. 72,3% höfðu sagtPinocchio Lying ósatt um hve mikið meðferðin var að gagnast þeim og hve mikið þeir mátu framlag meðferðaraðilans. Fram kom að sterk tengsl meðferðaraðila við skjólstæðing sinn hvatti fólk til að segja satt og hreinlega það að meðferðaraðili spyrði beint út um hluti. Hreinskilni er mikilvæg í sálrænni meðferð og þarf meðferðaraðili að skapa traust og samþykkjandi andrúmsloft velvildar og skilnings í herberginu til þess að einstaklingur geti leyft sér að opna fyrir það sem hann/hún skammast sín fyrir. Ég legg mig fram um að skapa þannig andrúmsloft með skjólstæðingum mínum.  Skömm er nefnilega grunnur margvíslegrar heðgunar og innra niðurbrots og hindrar fólk í að lifa lífi sínu til fullnustu í frelsi. Skömmin heftir, hamlar og étur mann að innan. Oft liggja djúp sár undir skömminni – hafa skapað hana. Stundum veit fólk ekki af hverju það metur sjálft sig svo lítið (skömm) og þorir ekki að sýna sitt sanna sjálf og heldur að sitt lága sjálfsmat sé sannleikurinn um þau. Það er fjarri sanni. Sálræn meðferð vinnur á þessu.

Krækjur á greinar

Inner Critic: hvernig okkar innri gagnrýni brýtur okkur niður og hvaðan hún kemur. Eftir Sharon Good.

Þakklæti: Grein um þakklætið og mátt þess. Eftir Þórhildi Þórólfsdóttur.

Sjálfsvirðing: Grein um sjálfsvirðingu og tengsl hennar við sjálfstraust. Eftir Ingrid Kuhlman.

Sjálfstraust: Grein um sjálfstraust og mögulegar ástæður brotins sjálfstrausts. Eftir Pál Einarsson.

Hrós til barna: Fremur hrósa fyrir viðleitni en greind. Eftir Ingrid Kuhlman.

Fullkomnunarárátta: Um vítahring fullkomnunaráráttu og að breyta henni í árangursþörf. Eftir Ingrid Kuhlman.

Um meðferð við fíknum eftir Lance Dodes.

Bækur um sálræn efni sem eru aðgengilegar almenningi

Um meðvirkni og skömmMyndaniðurstaða fyrir reading book

Heimkoman eftir John Bradshaw. Með æfingum.

Aldrei aftur meðvirkni eftir Beatty Melody.

Meðvirkni – orsakir,, einkenni, úrræði eftir Piu Mellody.

Healing the shame that binds you eftir John Bradshaw.

Co-dependence: healing the human condition eftir Charles L. Whitfield.

Um sjálfsgagnrýni

Embracing your inner critic: turning self-criticism into a creative asset eftir Hal Stone og Sidra Stone.

Um þunglyndi

Positive Psychology for overcoming depression eftir Miriam Akhtar.

Um  tengslamyndun / þarfir í æsku

Why love matters: how affection shapes a baby´s brain eftir Sue Gerhardt.

A secure base: clinical applications of attachment theory eftir John Bowlby.

Árin sem enginn man eftir Sæunni Kjartansdóttur.

Um fíknir

Fíknir: eðli fíknar og leiðir til að losna úr vítahringnum eftir Craig Nakken, þýðandi Stefán Steinsson.

Getting beyond sobriety eftir Michael Craig Clemmens.

In the realm of hungry ghosts: close encounters with addictions eftir Gabor Maté.

Hvað gengur fólki til eftir Sæunni Kjartansdóttur.

Um áföll og ofbeldi

8 lyklar að öruggum bata eftir áföll eftir Babette Rothschild. Góð sjálfshjálparbók með æfingum.

The body remembers eftir Babette Rothschild.

Walking the tiger: healing trauma eftir Peter A.Levine. Hvernig áföll eru losuð sem orka úr líkamanum.

Hið þögla stríð: einelti á Íslandi. Svava Jónsdóttir ritsjóri.

Ofbeldi – margbreytileg birtingarmynd. Erla Kolbrún Svavarsdóttir ritsjóri. Fókus: rannsóknir, konur.

The Body keeps the score eftir Bessel van der Kolk. Einn virtasti fræðimaður og meðferðaraðili í áfallameðferð. Nýjasta bók hans, góð heildræn bók yfir stöðu meðferðarmála í dag.

Um kvíða

Náðu tökum á kvíða, fælni og áhyggjum. Aðgengileg sjálfshjálparbók með æfingum. Eftir SóleyjuDröfn Davíðsdóttur.

Um ADHD

Scattered: How Attention Deficit Disorder Originates and What You Can Do about it. Eftir Gabor Mate.

Taking Charge of Adult ADHD eftir Russle A. Barkley og Christine M. Benton.