Eg andllit vef heima1

Ég er Hildur Magnúsdóttir sálmeðferðarfræðingur

Ég veiti einstaklingum sálræna meðferð út frá samþættri nálgun (Integrative Psychotherapy) með áherslu á tilfinningamiðaða meðferð (Emotion Focused Therapy) sem er gagnreynd meðferð innan manngildis (humanistic) stefnunnar (einstaklingar, pör og fjölskyldur) og vinnu með innri parta (Internal Family System). Starfsheiti mitt er Integrative Psychotherapist. Ég er með evrópska vottun (ECP) frá Evrópusamtökum sálmeðferðarfræðinga (EAP).  Ég hef sjálf farið í gegnum áralanga meðferð og sæki handleiðslu. Báðir þessir þættir eru mikilvægir fyrir gæðastýringu, persónulega og faglega þróun.

Starfsreynsla innan sálrænnar meðferðar

Ég hef veitt samtalsmeðferð á stofu að sálfræðistofunni Þórunnartúni 6, Reykjavík frá 2012, Ég starfaði fyrir Drekaslóð með þolendum ofbeldis 2013-2015 og við stuðning við starfsfólk á Landspítala 2016. Ég veiti sendifulltrúum RKÍ stuðning/meðferð vegna alþjóðlegs hjálparstarfs.

Framhaldsmenntun á sviði sálrænnar meðferðar

# Tilfinningamiðuð meðferð, Emotion Focused Therapy  (I, II). Jeanne Watson, Robert Elliott (Hollandi). 2015-2016, 10 dagar.

# Enhancing Empathic Attunement. Jeanne Watson (Hollandi). 2015, 3 dagar.

# Therapeutic Presence; a Mindful Approach to Effective Therapy. Shari Geller (Hollandi), 2018, 2 dagar.

# Tilfinningamiðuð meðferð fyrir pör (EFT Externship). Scott Woolley (Johnson) (Bretlandi). 2017, 4 dagar.

# Tilfinningamiðuð meðferð fyrir pör. Þórdís Rúnarsdóttir (Íslandi). 2015, 1,5 dagur.

# Áfallameðferð: Tilfinningamiðuð meðferð við flóknumáföllum/tengslaskaða. Emotion Focused Therapy for Complex Trauma. Antonio Pascual-Leone (Hollandi). 2016, 2 dagar.

# Áfallameðferð: EMDR, Flókin áföll. Roger Solomon (Íslandi). 2018, 1 dagur.Myndaniðurstaða fyrir emdr

# Áfallameðferð: Art of EMDR: hugrof, partavinna. EMDR Institute. Roger Solomon (Íslandi). 2017, 4 dagar.

# Áfallameðferð: EMDR (I, II), EMDR Institute.  Roger Solomon (Íslandi). 2015, 6 dagar og handleiðsla.

# Áfallameðferð: EMDR: Flókin áföll. Gyða Eyjólfsdóttir og Margrét Blöndal (Íslandi). 2016, 1 dagur.

Myndaniðurstaða fyrir trauma

# Áfallameðferð: Somatic Trauma Therapy (I, II, III). Babette Rothschild (Írlandi).  2014 og 2015, 12 dagar.

# Lyfjalaus meðferð við svefnleysi. Erla Björnsdóttir (Íslandi). 2018, 1/2 dagur.

# Hugræn atferlismeðferð við kvíða hjá fullorðnum. Gunnhildur Sveinsdóttir og Sigurbjörg J. Ludvigsdóttir (Íslandi). 2016, 1 dagur.

Önnur fagleg virkni

# Erindi á málþinginu Samþætt heilbrigðisþjónusta: Hvað er samþætt sálræn meðferð? Reykjavík 2018.

# Ráðstefna sótt: Trauma Summit18 Írlandi, 2018 2 dagar.

Nám mitt í samþættri sálrænni meðferð – Integrative Psychotherapy

Nám mitt var 4 ára diploma framhaldsnám á MSc stigi og skiptist í fræðilegan hluta, mína eigin vikulegu sálrænu meðferð, klíniska vinnu og handleiðslu. Þetta var enskt námvið The European Centre for Psychotherapeutic Studies (EUROCPS). Í náminu var áhersla á  úrvinnslu á tengslaskaða, vanrækslu og ofbeldi í barnæsku, eflingu á innri sjálfsvitund, tilfinningar, meðferðarsambandið og mína eigin sjálfsvinnu. Námið hefur evrópska vottun, ECP og veitir inngöngu í Evrópusamtök sálmeðferðarfræðinga, EAP sem eru stofnaðili heimssamtaka sálmeðferðarfræðinga.

Starfs- og námsferill utan sálrænnar meðferðar

Í grunninn er ég hjúkrunarfræðingur BSc frá H.Í. 1985  og MSc frá Englandi / H.A. 2004. Ég hef starfað við klíníska hjúkrun á skurðsviði og við verkefnastjórnun á mannauðssviði og kennslu- og fræðasviði Landspítala, kennt við íslenska (H.Í. og H.A.) og erlenda (RCimage-24N) háskóla og er klínískur lektor. Ég  hef unnið klínísk, grasrótar-, skipulags- og yfirstjórnunarstörf á heilbrigðissviði í aLSHeglþjóðlegu hjálparstarfi á átaka- og hamfarasvæðum á vegum Rauða kross Íslands víða um heim og einnig búið erlendis við nám og önnur störf. Ég hef verið verkefnastjóri í málefnum erlends starfsfólks á Landspítala og unnið þar að framgangi menningarhæfrar heilbrigðisþjónustu.

MSc rannsókn (2003).   MSc rannsókn (erlend birting). Á íslensku.